10 milljarðar dollara til Sýrlands

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á …
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á ráðstefnunni í dag. AFP

Þjóðir heims hafa heitið því að safna 10 milljörðum dollara sem eiga að renna til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi. Þetta kom fram á ráðstefnu sem fer fram í Lundúnum.

„Þrátt fyrir að við höfum áorkað þessu í dag þá er það engin lausn á vandamálinu. Við þurfum enn að breyta ástandinu með pólitískum hætti,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.

„En með þessari skuldbindingu erum við að senda þau skilaboð til almennings í Sýrlandi og til þessa svæðis að við ætlum að standa með ykkur og styðja við bakið á ykkur eins lengi og þörf er á,“ bætti hann við en alls taka fulltrúar frá 60 löndum taka þátt í ráðstefnunni. „Ef það er einhvern tímann þörf á nýjum aðferðum til að takast á við ástandið í mannúðarmálum í Sýrlandi þá er það núna." 

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bætti við: „Ástandið í Sýrlandi er eins nálægt helvíti og við getum mögulega fundið hér á jörðu."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert