Tala látinna komin í 272 manns

AFP

Fjöldi látinna í jarðskjálftanum sem reið yfir Ekvador á laugardag er kominn í 272 manns samkvæmt frétt AFP en talið er víst að talan eigi eftir að hækka enn frekar.

Jarðskjálftinn var 7,8 að stærð og skók landið meðfram Kyrrahafsströnd þess. Í það minnsta 2.500 manns slösuðust og miklar skemmdir urðu í þéttbýlisstöðum á svæðinu. Björgunarsveitir frá nágrannaríkinu Kólumbíu hafa farið yfir landamærin til þess að aðstoða.

Höfuðborg Ekvadors Quito virðist hafa sloppið að mestu með sprungur hér og þar og rafmagnsleysi. Sama á við um olíuiðnað landsins. Hann virðist hafa sloppið við alvarlegt tjón.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert