Annar stór skjálfti í Ekvador

Enn er leitað myrkranna á milli að fólki á lífi …
Enn er leitað myrkranna á milli að fólki á lífi í rústum húsa eftir jarðskjálftann í Ekvador á laugardag. AFP

Jarðskjálfti sem mældist 6,1 stig varð undanströndum Ekvador í morgun. Enn er fólks leitað í rústum húsa eftir öflugan skjálfta sem varð í landinu á laugardagskvöld. Sá var 7,8 stig.

Skjálftinn í morgun átti upptök sín á tæplega 16 km dýpi um 25 kílómetrum vestur af strönd bæjarins Muisne. 

Ekki þótti þörf á að gefa út flóðbylgjuviðvörun.

Skjálftinn fannst víða, m.a. í stærstu borg landsins, Guayaquil.

Enn er 1.700 manna saknað eftir stóra skjálftann á laugardagskvöld. Staðfest er að 480 létust í skjálftanum. 

Björgunarmenn leita enn í rústum húsa og nota til þess leitarhunda sem og stórvirkar vinnuvélar. Þefur af rotnandi líkum liggur yfir mörgum strandbæjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert