101 árs ákærður fyrir kynferðisbrot

AFP

Ralph Clarke, fyrrverandi vörubílstjóri, mætti fyrir dóm í Bretlandi í dag. Hann er sakaður um hátt í þrjátíu kynferðisbrot gegn börnum en talið er að brotin hafi átt sér stað á árunum 1974 til 1983.

Clarke er 101 árs, notar heyrnatæki og styðst við staf þegar hann gengur. Talið er að hann sé elsti sakborningur í sögu landsins. Hann var látinn laus gegn tryggingu en þarf að koma aftur fyrir dóm í byrjun júní.

Ákæran gegn manninum er í 29 liðum og snúa allar að kynferðisbrotum af einhverju tagi. Hann neitar sök í öllum ákæruliðum. Málin komu fyrst upp á yfirborðið á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert