Fleiri flóttamenn í gegnum Ítalíu

Flóttamenn í Grikklandi.
Flóttamenn í Grikklandi. AFP

Fleiri flóttamenn komu til Evrópusambandsins í gegnum Ítalíu en Grikkland í síðasta mánuði en það er í fyrsta sinn sem það gerist í rúmt ár. Samhliða samdrætti í komu flóttamanna til Grikklands hefur straumurinn aukist til Ítalíu segir í frétt Bloomberg.

Fram kemur í fréttinni að samkvæmt tölum frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hafi fjöldi flóttamanna sem komu til Ítalíu verið 9.100 í apríl miðað við 5.200 í janúar. Á sama tíma hafi einungis 3.500 flóttamenn komið til Grikklands í síðasta mánuði miðað við 67.400 í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert