Ríkið áfrýjar dómi vegna Breiviks

Anders Breivik.
Anders Breivik. AFP

Ríkislögmaður Noregs hefur áfrýjað dómnum þar sem ríkið var sakfellt fyrir að hafa brotið mannréttindasáttmála Evrópu við meðferðina á fjöldamorðingjanum Anders Breivik. Ríkið hafði áður gefið það út að það hyggðist áfrýja.

Sjá frétt mbl.is: Dómnum vegna Breiviks áfrýjað

Í þingréttinum í Osló var talið að ríkið hefði brotið gegn 3. grein sáttmálans og þurfti ríkið að greiða 330 þúsund norskar krónur í málskotnað til handa Breivik. 

Í áfrýjunargögnum segir að ríkið líti svo á að meðferðin á Breivik hafi verið mannúðleg. Snýr áfrýjunin bæði að heimfærslu til lagaákvæða og sönnunarmatinu.

Sjá frétt mbl.is: Breivik vinnur mál gegn norska ríkinu

Segir í áfrýjunargögnunum að Breivik hafi allt frá því að hann var handtekinn fyrst fengið mannúðlega meðferð. Hafi fangelsisvist hans verið samkvæmt lögum í landinu og hafi fangelsisvist hans verið aðlöguð í samræmi við hegðun hans af fulltrúum fangelsisyfirvalda. 

Telur ríkið að túlkun dómstólsins á hugtakinu „ómannúðleg meðferð“ og að ekki séu skilyrði ákvæðisins uppfyllt svo hægt sé að heimfæra meðferð Breiviks undir ákvæðið.

Sjá frétt mbl.is: Breivik-málið: Hvað felst í einangrun?

Þá er því haldið fram að dómstóllinn hafi ekki tekið tillit til þeirrar hættu sem enn stafar af Breivik. Í dómnum segir að fangelsyfirvöld hafi ofmetið hættuna sem stafar af honum og að yfirvöld hafi látið öryggissjónarmið ráða of miklu. 

„Ríkið heldur því fram að mat þingréttarins sé illa ígrundað í ljósi þess að hér sé um að ræða manneskju sem hefur áður sýnt að undir kurteisislegu yfirbragði býr persónuleiki sem getur þaulskipulagt og framkvæmt hræðilegustu voðaverk norskrar glæpasögu,“ segir í áfrýjunargögnunum.

Sjá frétt mbl.is: Eins og að vera kýldur í magann

Marius Emberland ríkislögmaður Noregs.
Marius Emberland ríkislögmaður Noregs. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert