Drottningin kíkti á Twitter

Elísabet skrifar inn á Twitter.
Elísabet skrifar inn á Twitter. Af Facebook

Elísabet Bretlandsdrottning nýtti sér Twitter til þess að þakka þeim fyrir sem fögnuðu níræðisafmæli hennar með henni fyrr í mánuðinum. Glæsileg þriggja daga hátíðar­höld hófust 10. júní í Bretlandi í til­efni afmælisins.

Á mynd sem opinber Facebook-síða bresku konungsfjölskyldunnar birti í dag má sjá Elísabetu nota fartölvu til þess að skrifa kveðju inn á Twitter. Situr drottningin við tignarlegt skrifborð í Windsor-kastala klædd bleikum kjól.

Kveðjan á Twitter var stutt og laggóð:

„Ég er mjög þakklát fyrir öll stafrænu skilaboðin sem ég fékk og vil þakka ykkur öllum fyrir góðmennsku ykkar. Elísabet R.“

Elísabet á tvo af­mæl­is­daga – eig­in­leg­an af­mæl­is­dag sinn sem er 21. apríl og svo op­in­ber­an af­mæl­is­dag í júní. Þessi síður bygg­ir á 250 ára gam­alli hefð, sem ætlað var að tryggja betra veður á op­in­ber­um af­mæl­is­dög­um kon­ungs eða drottn­ing­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert