Þrjú börn alvarlega slösuð

Vagnar rússíbanans höfnuðu á jörðinni.
Vagnar rússíbanans höfnuðu á jörðinni. Skjáskot/Youtube

Þrjú börn eru alvarlega slösuð eftir að rússíbani í skemmtigarði í Skotlandi fór út af sporinu í gær. Tíu manns slösuðust, þar af átta börn, er fimm vagnar úr rússíbananum Flóðbylgjunni fóru út af sporinu. Farþegar þeirra héngu á hvolfi um stund en vagnarnir, sem eru bátar, höfnuðu að lokum á jörðinni.

Rússíbaninn Flóðbylgjan, Tsunami er í M&D-skemmtigarðinum í Skotlandi. Garðinum hefur verið lokað vegna slyssins.

Frétt mbl.is: Rússíbani fór út af sporinu

Fjögur barnanna eru enn á sjúkrahúsi og í frétt Sky-fréttastofunnar segir að þrjú þeirra séu alvarlega slösuð. Í dagblaðinu The Sun segir að ein stúlka, tólf ára gömul, hafi hlotið alvarlega höfuðáverka.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rússíbaninn bilar. Sumarið 2011 var hann stöðvaður vegna bilunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert