Fimm lögreglumenn myrtir í Dallas

Lögreglan stendur vörð á svæðinu þar sem fjórir lögreglumenn voru …
Lögreglan stendur vörð á svæðinu þar sem fjórir lögreglumenn voru myrtir af leyniskyttum. AFP

Fimm lögreglumenn voru myrtir af leyniskyttum og sex aðrir særðust meðan á mótmælum stóð í borginni Dallas í Bandaríkjunum vegna lögregluofbeldis. Einn þeirra sem er grunaður um verknaðinn varaði við því að sprengjum hefði verið komið fyrir víðs vegar um miðborgina.

Að sögn lögreglustjórans Davids Brown skutu tvær leyniskyttur á lögreglumenn meðan á mótmælunum stóð. Einn almennur borgari særðist einnig.

Nokkrir af mótmælendunum í Dallas.
Nokkrir af mótmælendunum í Dallas. AFP

Lögreglan og annar árásarmannanna skutu hvorir í átt að öðrum við bílageymslu í borginni. Að sögn Brown sagði annar árásarmaðurinn við samningamenn að endirinn væri að koma og að hann ætlaði að meiða og drepa fleiri lögreglumenn. Einnig sagði hann að sprengjum hefði verið komið fyrir í bílageymslunni og í miðborg Dallas. Engar sprengjur hafa þó fundist. Samningaviðræður standa enn yfir við hann.

Frétt mbl.is: Fjórði árásarmaðurinn látinn 

Frétt mbl.is: Viðbrögð lögreglu „algjör svívirðing“

Kona sem var einnig í bílageymslunni var handsömuð af lögreglunni, ásamt tveimur öðrum sem grunaðir eru um aðild að árásinni. Einn til viðbótar gaf sig fram við lögreglu.

Frá mótmælunum í borginni.
Frá mótmælunum í borginni. AFP

Mörg hundruð manns tóku þátt í mótmælunum, sem lauk rétt áður en skotárásin hófst.

Sjónarvottar tóku myndbönd af skotárásinni, þar á meðal Michael Bautista:

Hér má sjá myndband af einum árásarmannanna skjóta í átt að lögreglunni:

Mótmælendur voru að vonum skelkaðir þegar skotárásin hófst:

Stutt er síðan þeldökk­ur maður var skot­inn til bana af lög­regl­unni í Minnesota er hann sat í bíl sín­um á rauðu ljósi.

Frétt mbl.is: Skotinn af lögreglu á rauðu ljósi

Ann­ar þeldökk­ur maður, Alt­on Sterl­ing, var skot­inn til bana af lög­regl­unni í Bat­on Rou­ge í rík­inu Louisi­ana. Þar hafa mik­il mót­mæli einnig átt sér stað. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert