Hermenn dreifa mat í Venesúela

Miklir efnahagserfiðleikar eru nú í landinu og er meira að …
Miklir efnahagserfiðleikar eru nú í landinu og er meira að segja orðið erfitt að nálgast lyf og bleyjur. AFP

Venesúelskir hermenn hófu í dag að dreifa mat við hafnir, flugvelli og fyrirtæki en það er hluti af áætlun forseta landsins til þess að bregðast við matarskorti í landinu.

Mikl­ir efna­hagserfiðleik­ar eru í Venesúela vegna lækkandi verðs á olíu, sem er helsta útflutningsvara landsins. Landsmenn þjást af matarskorti en þá er einnig orðið erfitt að fá lyf, salernispappír og bleyjur.

Varnarmálaráðherra landsins, Vladimir Padrino, segir dreifinguna sem hófst í dag snúast um „öryggi og varnir landsins“. Biskupar í landinu hafa hinsvegar gagnrýnt aukin herstörf í landinu og sagt þau ógna ró og friði í landinu.

Hermenn hafa verið sendir til helstu borga og bæja landsins til þess að sjá til þess að dreifingin fari vel fram. Að sögn Nicolas Maduro, forseta landsins, er markmið dreifingarkerfisins að útrýma spillingu í kringum matarskortinn, en til að mynda hafa embættismenn látið smyglara fá matarbirgðir sem þeir síðan selja almennum borgurum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert