Hrækja og henda rusli á dánarstaðinn

Maður tæmir ruslafötu á staðinn þar sem árásarmaðurinn lét lífið.
Maður tæmir ruslafötu á staðinn þar sem árásarmaðurinn lét lífið. AFP

Sígarettustubbar, plastflöskur og steinar eru meðal þess sem skilið hefur verið eftir á staðnum þar sem Mohamed Lahouaiej-Bouhlel var skotinn til bana af lögreglu. Hinn 31 árs gamli Lahouaiej-Bouhlel var drepinn eftir að hann ók vörubifreið inn í hóp fólks í Nice í Frakklandi á fimmtudaginn en 84 létu lífið.

Fólk hefur jafnframt hrækt á staðinn og haft þar þvaglát. Þá skrifaði einn vegfarandi „hugleysingi“ með krít á götuna.

Árásin lamaði samfélag borgarinnar og var þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir í kjölfar hennar sem lauk í gær. Nú í dag voru nokkrir veitingastaðir við strönd borgarinnar opnaðir að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert