Segir öryggið í algjörum forgangi

Marcelo Rebelo de Sousa, forseti Portúgal, til hægri og Francois …
Marcelo Rebelo de Sousa, forseti Portúgal, til hægri og Francois Hollande Frakklandsforseti til vinstri. AFP

Francois Hollande Frakklandsforseti hvatti leiðtoga annarra Evrópuríkja til þess að auka við öryggi. Orðin lét hann falla í opinberri heimsókn í Portúgal í morgun en hann er staddur í Portúgal um þessar mundir til þess að ræða um framtíð Evrópusambandsins.

„Það er í höndum Evrópubúa að trygga öryggi sitt,“ sagði Hollande og bætti því við að öryggið væri forgangsmál. „Hryðjuverkamennirnir vilja sundra okkur og snúa okkur gegn hverju öðru.“

Hollande fundaði með Marcelo Rebelo de Sousa, forseta Portúgal, en hann heldur til Dublinar á Írlandi á fimmtudag.

Í ágúst kemur Hollande til með að funda með Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, um framtíð ESB í ljósi úrsagnar Breta úr sambandinu. Um miðjan september koma svo allir leiðtogar Evrópusambandsríkjanna saman í Batislava, höfuðborg Slóvakíu. 

Hollenda ætlaði sér að heimsækja Vín í Austurríki, Prag í Tékklandi og Bratislava í Slóvakíu í þessari viku en hann aflýsti ferðalaginu í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Nice á þjóðhátíðardegi Frakka, Bastilludeginum, hinn 14. júlí sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert