„Merkel verður að víkja“

Margir létu í ljós óánægju sína með kanslara Þýskalands.
Margir létu í ljós óánægju sína með kanslara Þýskalands. AFP

„Farðu burt“ hrópuðu mótmælendur á Angelu Merkel kanslara Þýskalands þegar hún mætti til  Dresden í gær. Mótmælendur létu ófriðlega og höfðu meðal annars ritað „Merkel verður að víkja“ á mótmælaspjöld. Um 2,600 lögreglumenn stóðu vaktina.

Í Dresden hefur verið mikill uppgangur and-ís­lömsku sam­takanna Pegida en liðsmenn sam­tak­anna hafa bar­ist hat­ram­lega gegn fjölg­um flótta­manna í Þýskalandi. Þeir voru áberandi á meðal mótmælenda. 

Öfgaþjóðern­is­sinn­ar eru mjög áber­andi í Dres­den.
Öfgaþjóðern­is­sinn­ar eru mjög áber­andi í Dres­den. AFP

Merkel tekur þátt í hátíðar­höld­um í Dres­den í tilefni þess að 26 ár eru liðin frá sam­ein­ingu Þýska­lands. For­seti Þýska­lands, Joachim Gauck, tekur einnig þátt í hátíðar­höld­um í Dres­den. Hróp og köll voru einnig gerð þegar hann mætti. 

Merkel er undir miklum þrýstingi eftir að hælisleitendum í landinu fjölgaði um  900,000 á síðasta ári.   

Angela Merkel kanslari Þýskalands.
Angela Merkel kanslari Þýskalands. AFP



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert