Finnskar klukkur hringja fyrir Aleppo

Rasisma og fasisma mótmælt í Helsinki í september síðastliðnum.
Rasisma og fasisma mótmælt í Helsinki í september síðastliðnum. AFP

Yfir 200 kirkjur finnsku mótmælendakirkjunnar hringja nú bjöllum sínum einu sinni á dag til að votta fórnarlömbum stríðsátaka í Aleppo virðingu. Gjörningurinn hófst á miðvikudag og hringja bjöllurnar klukkan fimm síðdegis í tólf daga í röð.

Hugmyndin kviknaði í Kallio kirkjunni í Helsinki og breiddist svo um landið en þó einnig út fyrir landsteinana því finnska kirkjan í London tekur einnig þátt, að því er fram kemur á vef BBC. Dómkirkjan í Uppsala í Svíþjóð tilkynnti í dag að hún myndi einnig taka þátt.

„Jarðarfararbjöllum er hringt þegar látnir eru bornir út úr kirkju að lokinni jarðarför. Stríðsglæpir eiga sér nú stað í Aleppo og fjöldi jarðarfara,“ segir Dr Teemu Laajasalo, prestur Kalliosafnaðarins í Finnlandi.

Lokadagur hins táknræna gjörnings er 24. Október, dagur Sameinuðu þjóðanna.

Aleppo er nú meginátakasvæði stjórnarhers Sýrlands og uppreisnarmanna og hefur verið vígvöllur átakanna allt frá því vopnahlé fylkinganna brast í september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert