Skotinn til bana í fangaklefanum

Ronaldo Espinosa (til vinstri) var skotinn til bana í morgun.
Ronaldo Espinosa (til vinstri) var skotinn til bana í morgun. AFP

Rolando Espinosa, bæjarstjóri á Filippseyjum sem forseti landsins, Rodrigo Duterte, sagði að tengdist fíkniefnasölu hefur verið skotinn til bana í fangaklefa sínum.

Hann er annar opinberi embættismaðurinn með meint tengsl við fíkniefnasölu sem hefur látist á síðustu tveimur vikum.

Hinn 71 árs Duterte vann forsetakosningarnar í maí síðastliðnum. Hann lofaði því að drepa tugi þúsunda glæpamanna til að stöðva aukna útbreiðslu fíkniefna í landinu. Hann lýsti yfir stríði gegn fíkniefnum og í því stríði hafa rúmlega fjögur þúsund manns dáið.

Duterte hafði nefnt á nafn þó nokkra embættismenn, lögreglumenn og dómara í tengslum við fíkniefnaviðskipti og hvatti þá til að gefa sig fram og játa verknað sinn.

Í ágúst sakaði hann Espinosa, sem var bæjarstjóri í Albuera, og son hans um fíkniefnasölu og hvatti þá til að gefa sig fram.

Espinosa gaf sig fram við lögreglu og sagðist þá óttast um líf sitt. Hann var handtekinn en í morgun var hann skotinn til bana eftir að hann skaut á lögreglumenn sem leituðu að vopnum í klefa hans.

Klefafélagi hans var einnig drepinn eftir að hafa skotið á lögreglumenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert