Myrt þegar hún reyndi að stöðva slagsmál

Talið er að Tone Ile­bek hafi reynt að stöðva slagsmál …
Talið er að Tone Ile­bek hafi reynt að stöðva slagsmál milli Jacob Abdulla­hi Hass­an og 15 ára drengsins, þegar hún var myrt. Drengurinn myrti einnig Hassan. Ljósmynd/Lögreglan í Kristiansand

Tone Ilebekk dó þegar hún reyndi að bjarga hinum 14 ára gamla Jacob Abdulla­hi Hass­an frá árásarmanninum. Norska lögreglan greindi frá því í gær að 15 ára drengur hefði játað að hafa myrt þau Ilebekk og Hassan með hnífi.

Málið  hefur vakið mikinn óhug í Noregi, en það var síðdegis á mánudag sem þau Ilebekk og Hassan fundust liggjandi í blóði sínu skammt frá Wilds Minne-skólanum í Kristiansand. Eftir umfangsmikla leit að árásarmanninum greindi lögregla frá því rúmum sólarhring síðar að 15 ára drengur hefði játað að bera ábyrgð á morðunum.

Frétt mbl.is: 15 ára játar morðin í Kristiansand

Í frétt á vef norska dagblaðsins Aftenposten í dag segir að Ilebekk hafi gengið á milli Hassan og annars drengs til að stöðva slagsmál þeirra. Við þetta hafi 15 ára drengurinn beitt hníf sínum gegn henni.

Heimildir norska dagblaðsins Verdens Gang segja Ilebekk, sem starfaði á leikskóla, hafa verið úti að viðra hundinn þegar hún varð vitni að því sem virtustu vera slagsmál tveggja drengja á skólalóðinni. Hún gekk því nær til að sjá hvað væri um að vera og þá brást drengurinn illa við og stakk hana ítrekað með hnífi.

Drengurinn segist hafa verið einn að verki, að því er Dagbladet hefur eftir lögfræðingi hans, en hefur nú verið dæmdur í tveggja vikna gæsluvarðhald og er gert að sæta geðrannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert