Átta látnir eftir sprengjuárás

Hermenn safnast saman við vettvang árásarinnar í dag.
Hermenn safnast saman við vettvang árásarinnar í dag. AFP

Að minnsta kosti átta eru látnir eftir að maður sprengdi sig í loft upp í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Fjórir þeirra voru hermenn, og þar á meðal ofursti, samkvæmd heimildum fréttastofu AFP.

Ríkisrekna fréttastofan SANA fullyrðir að maðurinn hafi sprengt sérstakt sprengjubelti sem hann hafði um sig miðjan, nærri íþróttaklúbbi í hverfinu Kafr Sousa.

Hluti hverfisins Kafr Sousa er aðeins aðgengilegur ráðherrum og háttsettum starfsmönnum öryggisþjónustunnar, auk þess sem þar eru höfuðstöðvar leyniþjónustu landsins. Sprengingin varð þó á öðrum stað í hverfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert