100 saknað á Miðjarðarhafi

Frakkar við eftirlit á Miðjarðarhafi.
Frakkar við eftirlit á Miðjarðarhafi. AFP

Nærri 100 er saknað eftir að bátur með flóttafólk innanborðs fórst á Miðjarðarhafi á leið frá Líbíu til Ítalíu. Björgunarmenn hafa fundið fjóra á lífi og átta lík. Að sögn talsmanns International Organization for Migration var veður vont þegar báturinn fórst.

Samkvæmt Missing Migrants í Berlín létust 5.079 eða var saknað eftir að þeir lögðu á Miðjarðarhaf í fyrra. Aldrei hafa fleiri farist á leið sinni yfir hafið.

Fleiri en 380.000 komust óhultir til Evrópu frá Norður-Afríku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka