Hlýðið eða látið ykkur hverfa

Bandarísk stjórnvöld hafa í dag gagnrýnt harðlega þá embættismenn utanríkisþjónustu Bandaríkjanna sem hafa undirritað bréf þar sem mótmælt er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að banna tímabundið fólki frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru meirihluti íbúa að koma til landsins. Þeir ættu að íhuga stöðu sína.

Haft er eftir talsmanni Hvíta hússins, Sean Spicer, að of mikið væri gert úr bréfinu og fjölda þeirra sem hefðu undirritað það. Um embættismennina sem undirrituðu það sagði hann: „Ég held að þeir ættu annaðhvort að framkvæma fyrirskipunina eða þeir geta látið sig hverfa.“

Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins.
Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert