Atvinnutilboð: Viltu aðstoða við að vísa Sómölum úr landi?

Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála.
Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála. AFP

Dönsk yfirvöld eru að leita að starfsfólki, sem er við góða heilsu, til að aðstoða við að senda fólk, sem hefur verið synjað um hæli eða komið með ólöglegum hætti til landsins, úr landi. Má þar nefna Sómala sem eru án heimildar í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt Politiken í dag en í gær greindi blaðið frá því að starfsmaður ráðuneytis sem fer með málefni flóttafólks og innflytjenda hafi farið í tíu daga ferð á vegum ráðuneytisins til þess að kynna sér ástand mála í Sómalíu. Embættismaðurinn var hins vegar aðeins einn dag í Sómalíu annars dvaldi hann í Naíróbí, höfuðborg Kenýa.

Morten Østerga­ard, þingmaður Radikal ven­stre í Dan­mörku og fyrr­ver­andi ráðherra, sem hef­ur ít­rekað rætt um mál­efni flótta­fólks í þing­inu sem og fjöl­miðlum, gagnrýnir þetta harðlega á Facebook, samkvæmt frétt Politiken, og átelur vinnubrögð ráðuneytisins. 

Dönsk yfirvöld hafa sett af stað áætlun sem miðar að því að hvetja Sómala til þess að fara af fúsum og frjálsum vilja úr landi og fá þess í stað aðstoð við brottförina frá Danmörku og við komuna til Sómalíu. Um 800 Sómalar bíða úrskurðar yfirvalda um hvort þeir fái hæli í Danmörku eður ei.

Dönsk yfirvöld framlengdu nýverið landamæraeftirliti við Þýskaland um þrjá mánuði en það hefur verið í gildi undanfarin misseri. Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála og aðlögunar, segir slíkt eftirlit nauðsynlegt og Svíar hafa einnig framlengt landamæraeftirlit sitt við landamæri Danmerkur.

Yfir 400 þúsund manns fara um landamæri Svíþjóðar og Danmerkur í hverri viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert