Hundruð flúðu til Spánar

Hundruð flóttamanna fóru yfir landamæri Marokkó til Spánar í Ceuta í morgun og eru einhverjir þeirra slasaðir eftir flóttann, en margra metra há girðing er á landamærunum.  Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir komust yfir landamærin en talið er að þeir séu um 500 talsins. 

Samkvæmt upplýsingum frá herlögreglunni eru margir þeirra sem slösuðust lögreglumenn. Á nýársdag reyndu yfir 1.000 flóttamenn að stökkva yfir háa gaddavírsgirðingu á landamærunum og kom til blóðugra átaka milli þeirra og landamæravarða.

Spænski Rauði krossinn er að störfum í Ceuta og hefur veitt um 400 manns aðstoð. Ceuta og Melilla, sem er annað spænskt yfirráðasvæði í Norður-Afríku, eru einu landamæri Afríku við Evrópusambandið á landi. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert