Fillon hættir ekki

Franço­is Fillon á blaðamannafundi í dag.
Franço­is Fillon á blaðamannafundi í dag. AFP

Formleg rannsókn er hafin á aðild Franço­is Fillon, for­setafram­bjóðanda re­públi­kana í Frakklandi, að fjársvikamáli en hann ætlar þrátt fyrir það að halda framboðinu til streitu. Hann segist vera saklaus og um pólitíska aðför sé að ræða að honum og fjölskyldu hans.

Fillon verður yfirheyrður, í tengslum við rannsókn á því hvort hann hafi greitt eiginkonu sinni og dætrum úr sjóðum ríkisins fyrir störf sem aldrei voru unnin, af saksóknara 15 mars. Hann segir ekkert hæft í ásökunum en þegar fyrst var fjallað um þetta í fjölmiðlum þótti hann líklegastur til að verða næsti forseti Frakklands. Fylgi hans hefur dalað mjög síðan þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert