Þúsundir lögðu á flótta

Maður úr röðum uppreisnarmanna situr vopnaður í bíl bæ skammt …
Maður úr röðum uppreisnarmanna situr vopnaður í bíl bæ skammt frá Aleppo. AFP

Tugir þúsunda óbreyttra borgara í Sýrlandi hafa flúið heimili sín í norðurhluta landsins síðustu daga. Áhlaup Sýrlandshers á svæðið, með stuðningi Rússa, er helsta ástæðan.

Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja að flestir sem flýi séu konur og börn. Um 30 þúsund hafa flúið svæði í nágrenni Aleppo-borgar.

Sekir um stríðsglæpi

All­ar stríðandi fylk­ing­ar í orr­ust­unni um borg­ina Al­eppo í Sýr­landi gerðust sek­ar um stríðsglæpi. Þetta er niðurstaða rann­sókn­ar­nefnd­ar á veg­um Sam­einuðu þjóðanna sem kynnt var í vikunni.

Upp­reisn­ar­hóp­ar réðu ríkj­um í aust­ur­hluta Al­eppo-borg­ar mánuðum sam­an. Fyr­ir ára­mót hófst áhlaup Sýr­lands­hers á borg­ar­hlut­ann sem endaði með því að hann náði þar völd­um 22. des­em­ber.

Rann­sókn Sam­einuðu þjóðanna leiddi enn ­frem­ur í ljós að jafn­vel brott­flutn­ing­ur óbreyttra borg­ara frá Al­eppo eft­ir að stjórn­ar­her­inn náði þar völd­um jafn­ast á við stríðsglæpi.

Í rann­sókn­inni er einnig staðfest að sýr­lenski flug­her­inn hafi staðið að baki árás sem tíu hjálp­ar­starfs­menn féllu í skammt frá Al­eppo 19. sept­em­ber. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar seg­ir að árás­inni hafi bein­lín­is verið beint að bíla­lest hjálp­ar­stofn­ana. 

Seg­ir í niður­stöðum nefnd­ar­inn­ar um þenn­an þátt stríðsins að sterk­lega megi gera ráð fyr­ir að árás­in hafi verið skipu­lögð „af vand­virkni“ og fram­kvæmd af „vægðarleysi“ í þeim til­gangi að stöðva för hjálp­ar­starfs­manna.

Rík­is­stjórn Bashars al-Assad for­seta hef­ur harðneitað að hafa staðið að baki árás­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert