Hollendingar í Tyrklandi fá viðvörun

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Hollensk stjórnvöld hafa sent frá sér ferðaviðvörun til allra hollenskra borgara í Tyrklandi og hvetja þá til að fara varlega á meðan deila landanna tveggja stendur yfir.

„Frá 11. mars 2017 hefur verið spenna í stjórnmálasambandi Tyrklands og Hollands. Verið á varðbergi víðsvegar um Tyrkland og forðist samkomur og fjölfarna staði,“ sagði í tilkynningu frá hollenska utanríkisráðuneytinu.

Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur hótað Hollendingum því að þeir verði látnir gjalda fyrir að hafa vísað tyrkneskum ráðherra úr landi og að hafa synjað öðrum ráðherra um lendingarleyfi.

Deil­ur Hol­lend­inga og Tyrkja eru þær al­var­leg­ustu sem upp hafa komið eft­ir að tyrk­nesk yf­ir­völd reyndu að fá að standa fyr­ir úti­fund­um í nokkr­um borg­um ríka Evr­ópu­sam­bands­ins. Meðal ann­ars var þeim neitað um að halda slíka fundi í Þýskalandi af nokkr­um borg­ar­stjór­um af ótta við óeirðir.

Tyrk­ir ganga að kjör­borðinu 16. apríl um hvort veita eigi for­seta lands­ins enn meiri völd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert