33 farast í árás á flóttamannamiðstöð

Al-Shaar hverfið í Aleppo. Hluti þeirra sem fórust í árásinni …
Al-Shaar hverfið í Aleppo. Hluti þeirra sem fórust í árásinni voru almennir borgarar sem flúið höfðu hörmungarnar í Aleppo. AFP

33 manns hið minnsta fórust í árás hersveita Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í gær á skóla sem notaður er sem miðstöð fyrir flóttamenn í Sýrlandi í gær.

Árásin átti sér stað í nágrenni bæjarins Al-Mansoura, sem er á valdi uppreisnarmanna hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams að sögn sýrlensku mannréttindavaktarinnar.

„Við getum staðfest að 33 fórust og að hinir látnu voru almennir borgarar sem flúið höfðu frá borgunum Raqa, Aleppo og Homs,“hefur AFP-fréttastofan eftir Rami Abdel Rahman, yfirmanni samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert