Tveir ákærðir vegna Orly-árásar

Lögreglan er hún rannsakaði hús árásarmannsins.
Lögreglan er hún rannsakaði hús árásarmannsins. AFP

Franskir dómarar hafa ákært tvo menn sem eru grunaður um að hafa átt þátt í að útvega byssumanninum sem var drepinn á Orly-flugvellinum í París fyrir viku síðan vopn.

Maðurinn réðst á hermann og greip í byssu hans áður en hann var skotinn til bana.

Hinir tveir grunuðu eru 30 og 43 ára gamlir.

Auk þess að vera ákærðir fyrir að aðstoða byssumanninn var sá yngri ákærður fyrir að hafa vopn í fórum sínum í tengslum við áform um hryðjuverk.

Þeir sitja báðir í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni.

Atvikið náðist á öryggismyndavél.
Atvikið náðist á öryggismyndavél. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert