Búa sig undir endalok heimsins

Sífellt fjölgar því frjálslynda fólki í Bandaríkjunum sem býr sig undir möguleg lok siðmenningarinnar, þökk sé þeim ótta sem kjör Donalds Trump í embætti Bandaríkjaforseta hefur valdið.

Þó að ýmsir hafi búið sig undir það versta þar vestra undanfarna áratugi hefur fjölgað í hreyfingunni, ef svo má kalla, einkum í kjölfar fellibyljanna Katrínu og Sandy og efnahagshrunsins árið 2008.

Ron Douglas, sem skipuleggur sérstakar kynningar þar sem hann sýnir fólki hvernig skuli búa sig undir ragnarökin, segist hafa farið frá því að halda eina samkomu með fimm þúsund manns árið 2010, í að halda sex samkomur á ári þar sem hver dregur að tíu þúsund manns.

Fyrir utan hvirfilbylji, fellibylji og jarðskjálfta segir hann fólk vera hrætt við borgaralegar uppreisnir, fall ríkisstjórnarinnar og innrás Rússa og Kínverja, svo það helsta sé upp talið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka