Trump 100% sammála Xi

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína ætla að …
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína ætla að vinna í því í sameiningu að draga úr ágreiningi sínum. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Xi Jingping, forseta Kína, að gera meira til að vinna gegn kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu á fyrsta fundi leiðtoganna. Þá hvatti hann Xi líka til að aðstoða við að draga úr viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði viðræður leiðtoganna hafa verið „mjög hreinskiptar“ og að Trump hefði þegið boð Xi um opinbera heimsókn til Kína.

Reuters-fréttastofan segir þessi svör Tillerson benda til þess að ekki hafi allt gengið þrautalaust fyrir sig.

Trump og aðstoðarmenn sögðu framgang hafa náðst í mörgum málum, en útskýrðu ekki í hverju hann væri fólgin, að öðru leyti en því að þjóðirnar væru sammála um að vinna í sameiningu að því að draga úr ágreiningi sínum og að finna sér sameiginlegan umræðu grundvöll.

Peng Liyuan forsetafrú Kína og Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna heimsóttu …
Peng Liyuan forsetafrú Kína og Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna heimsóttu Bak listaskólann. AFP

Tillerson sagði Xi hafa fallist á að taka aukinn þátt í því að vinna gegn kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna. Hann hefðu þó ekki lagt fram neinar nýjar lausnir á því hvernig taka megi á ögrandi viðhorfi ráðamanna ríkisins.

Sambandið við Kína tekið miklum framförum

 „Samband okkar við Kína hefur tekið miklum framförum,“ sagði Trump við fréttamenn. Forsetinn, sem þykir jafnan nokkuð óútreiknanlegur, forðaðist að þessu sinni öll brot á diplómatískum siðvenjum, sem Reuters segir kínverska aðstoðarmenn Xi hafa óttast að myndu valda leiðtoga þeirra hneisu.

„Ég trúi því að mikið af mögulega slæmum vandamálum muni hverfa,“ sagði Trump án þess að útskýra nánar hvað hann átti við.

Xi var einnig jákvæður að fundi loknum. „Við höfum öðlast dýpri skilning og byggt upp traust,“ sagði hann.  „Ég trúi því að við munum halda áfram að þróa á öruggan hátt vinskap ....Og við munum standa við sögulega ábyrgð okkar fyrir frið og öryggi heimsins.“

Xi var jákvæður að fundi loknum. „Við höfum öðlast dýpri …
Xi var jákvæður að fundi loknum. „Við höfum öðlast dýpri skilning og byggt upp traust,“ sagði hann. AFP

„Ég er þér 100% sammála,“ sagði Trump.

Tillerson sagði að fundum ráðamanna loknum að viðræður þeirra hefðu verið „mjög heiðarlegar og hreinskiptar“.  Trump hefði tekið heimboði Xi og muni heimsækja Kína síðar á árinu, þar verði samskipti ríkjanna settar upp á nýtt plan þar sem þjóðhöfðingjarnir tveir muni stýra viðræðunum.

Árás Bandaríkjahers á sýrlenska herstöð í nótt í kjölfar efnavopnaárásar sýrlenskra stjórnvalda í Idlib héraði fyrr í vikunni hefur varpað nokkrum skugga á viðræður leiðtoganna. Reuters segir skjót viðbrögð Bandaríkjanna þó mögulega vera ábendingu til yfirvalda í Norður-Kóreu og um leið bandamanna þeirra í Kína, um að stjórn Trumps sé óhrædd við að grípa til vopna.

Tillerson sagði Xi þó hafa verið sammála Trump um að kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu væru komnar á „alvarlegt stig“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka