Tugir látnir eftir sprengjuárásina

Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. AFP

Fleiri tugir manna eru látnir eftir að gerð var sjálfsmorðssprengjuárás með bifreið á rútur sem voru að flytja Sýrlendinga á brott úr tveimur bæjum sem herlið ríkisstjórnarinnar situr um.

Um borð í rútunum voru íbúar bæjanna Fuaa og Kafraya sem fengið höfðu að flýja bæina samkvæmt samkomulagi á milli ríkisstjórnarinnar og uppreisnarmanna.

Árásarmaðurinn mun hafa keyrt sendibíl, sem talinn var innihalda hjálpargögn, og sprengt hann nærri rútunum.

Að minnsta kosti fjörutíu manns létust í árásinni. Flestir hinna látnu eru flóttamenn en nokkrir uppreisnarmenn létu einnig lífið, þar sem þeir höfðu staðið vörð um rúturnar.

Rútur með þúsundum flóttamanna höfðu staðnæmst á veginum vegna ágreinings um fjölda þeirra borgara sem flýja máttu tvo aðra bæi samkvæmt samkomulaginu. Ferlið hófst hins vegar aftur eftir sprenginguna.

Flóttamennirnir sem létust höfðu búið við umsátur í rúm tvö ár, en meira en sex ár eru síðan styrjöldin hófst í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert