Páfi fordæmir árás í Sýrlandi

Frans páfi veifaði mannfjöldanum í Róm í morgun.
Frans páfi veifaði mannfjöldanum í Róm í morgun. AFP

Frans páfi fordæmdi í páskapredikun sinni sprengjuárás sem gerð var á rút­ur sem voru að flytja fólk á brott frá tveim­ur stríðshrjáðum bæj­um í Sýr­landi í gær. 112 létust í árásinni.

„Megi Guð hjálpa þeim sem vinna að því að lækna og hjúkra almennum borgurum í Sýrlandi sem eru fórnarlömb í stríði sem virðist engan enda ætla að taka,“ sagði páfi við páskamessu í Róm.

Fyrr talaði hann um þjáningar flóttamanna og gagnrýndi skrifræði ríkja sem standa í veg fyrir breytingum.

Áður hafði Frans sagt að heimurinn fylgist með full­ur hryll­ingi á efnavopnaárásina í stríðinu í Sýr­landi. „Ég harma heils­hug­ar óá­sætt­an­leg fjölda­morð sem áttu sér stað í Idlib-héraði í gær en þar lét­ust tug­ir varn­ar­lausra, þar á meðal mörg börn,“ sagði páfi í byrjun mánaðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert