Fagnar ákvörðun um kosningar

David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. AFP

Forveri Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á ráðherrastóli, David Cameron, fagnar ákvörðun hennar um að boða til þingkosninga í sumar í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar segir hann ákvörðun hennar djarfa og rétta.

„Djörf - og rétt - ákvörðun hjá Theresu May forsætisráðherra. Bestu óskir mínar til allra frambjóðenda Íhaldsflokksins,“ segir Cameron en hann sagði af sér sem forsætisráðherra eftir þjóðaratkvæðið síðasta sumar þar sem meirihluti breskra kjósenda samþykkti að Bretland skyldi segja skilið við Evrópusambandið.

Breska þingið þarf að samþykkja að boðað verði til kosninga fyrr en áætlað var og þarf 2/3 þingmanna til þess. Talið er að góður meirihluti sé fyrir því. Kosið var síðast 2015 en ekki var gert ráð fyrir kosningum fyrr en 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert