Hernandez hengdi sig

Aaron Hernandez.
Aaron Hernandez. AFP

Ruðning­skapp­inn fyrr­ver­andi, Aaron Hern­and­ez, fannst látinn í morgun en hann framdi sjálfsmorð í fangelsi þar sem hann afplánaði lífstíðardóm fyrir morð.

Hernandez fannst hangandi í klefa sínum klukkan þrjú í nótt að staðartíma í Shirley, Massachusetts í Bandaríkjunum.

„Hernandez hengdi sig og notaði til þess lakið á rúminu sem hann festi við glugga. Hernandez reyndi einnig að varna fangavörðum inngöngu í klefann með því að stafla hlutum fyrir dyrnar,“ sagði í yfirlýsingu frá fangelsinu.

Hernandez var fluttur með hraði á spítala þar sem hann var úrskurðaður látinn um klukkan fjögur í nótt að staðartíma. 

Fyrir fimm dögum var hann sýknaður af ákæru um að hafa myrt tvo menn í Bost­on árið 2012. Hernandez, sem var 27 ára gamall, lék með New England Patriots frá 2010 til 2012. 

Næst­um tvö ár eru liðin síðan Hern­and­ez, sem spilaði með New Eng­land Pat­riots, var dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi án mögu­leika á reynslu­lausn, fyr­ir að hafa myrt Odin Lloyd, hálf­at­vinnu­mann, í júní árið 2013.

Dóm­ur­inn árið 2015 var mikið áfall fyr­ir Hern­and­ez sem eitt sinn gerði fimm ára samn­ing við Pat­riots sem var met­inn á 40 millj­ón­ir doll­ara. Hann var hand­tek­inn í júní 2013, níu dög­um eft­ir að Lloyd fannst lát­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert