Hernandez sýknaður af morðákæru

Aaron Hernandez, fyrrverandi leikmaður New England Patriots
Aaron Hernandez, fyrrverandi leikmaður New England Patriots AFP

Ruðningskappinn fyrrverandi, Aaron Hernandez, hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa myrt tvo menn í Boston árið 2012. Hernandez afplánar nú þegar lífstíðardóm í fangelsi fyrir morð.

Hinn 27 ára Hernandez var sakaður um að hafa skotið á Daniel de Abreu og Safiro Furtado úr bifreið sem var ekið framhjá þeim í júlí 2012 eftir að átök höfðu átt sér stað fyrir utan næturklúbb.

Hernandez, sem lék í NFL-deildinni, lýsti yfir sakleysi sínu. Kviðdómur í Massachusetts sýknaði hann af sjö af átta ákærum eftir að velt málinu fyrir sér í 37 klukkustundir.

Næstum tvö ár eru liðin síðan Hernandez, sem spilaði með New England Patriots, var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn, fyrir að hafa myrt Odin Lloyd, hálfatvinnumann, í júní árið 2013.

„Það er vissulega huggun harmi gegn fyrir fjölskyldurnar,“ sagði Daniel Conley, saksóknari, um dóminn sem Hernandez aflpánar. Hann bætti við að hann muni „eyða því sem eftir er af ævi sinni á bak við lás og slá“.

Dómurinn árið 2015 var mikið áfall fyrir Hernandez sem eitt sinn gerði fimm ára samning við Patriots sem var metinn á 40 milljónir dollara. Hann var handtekinn í júní 2013, níu dögum eftir að Lloyd fannst látinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert