Fengu ekki leynilegar upplýsingar frá Trump

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, Donald Trump Bandaríkjaforseti og Sergei Kislyak, …
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, Donald Trump Bandaríkjaforseti og Sergei Kislyak, sendiherra Rússa, á fundinum í Hvíta húsinu. AFP

Ekkert er til í fullyrðingum um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi deilt viðkvæmum og leynilegum upplýsingum um hryðjuverkasamtökin Ríki íslams með utanríkisráðherra Rússlands. Þetta hefur rússneska Interfax-fréttastofan eftir rússneska utanríkisráðuneytinu.

Segir í frétt Interfax að um „falska frétt“ sé að ræða.  

Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því í gær að at­vikið hefði átti sér stað þegar Trump fundaði með Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, og Sergiei Kislyak, sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, í Hvíta hús­inu í Washingt­on í síðustu viku.

Upp­lýs­ing­arn­ar komu frá banda­manni Banda­ríkj­anna sem hafði ekki gefið banda­rísk­um stjórn­völd­um leyfi til að deila þess­um upp­lýs­ing­um með Rúss­um.

Talsmenn forsetans hafa neitað ásökununum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert