Comey svarar spurningum nefndar

James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI.
James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI. AFP

Nefnd innan bandarísku öldungadeildarinnar sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og mögulegt leynimakk með samstarfsmönnum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur óskað eftir því að James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, komi fyrir nefndina og svari spurningum hennar.

Óskað er eftir að því að Comey kom fyrir nefndina, bæði á opnum og lokuðum fundum.

Einnig kemur fram að núverandi yfirmaður FBI, Andrew McCabe hafi óskað eftir hvers kyns minnisblöðum sem Comey hafði skrifað vegna tengsla hans við Trump áður en forsetinn rak hann í síðustu viku.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert