Trump líkir rannsókninni við nornaveiðar

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Rannsókn á meintum tengslum rússneskra ráðamanna og starfsfólks framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta eru að mati forsetans „mestu nornaveiðar gegn stjórnmálamanni í sögu Bandaríkjanna.“ Þetta sagði Trump á Twitter nú í hádeginu.

Greint var frá því í gær að banda­ríska dóms­málaráðuneytið hef­ði skipað fyrr­ver­andi yf­ir­mann banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI, Robert Mu­ell­er, sem sér­stak­an ráðgjafa sem muni hafa yf­ir­um­sjón með rann­sókn á af­skipt­um Rússa af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um á síðasta ári.

Mu­ell­er mun meðal ann­ars rann­saka mögu­legt leyni­makk á milli sam­starfs­manna Trumps og rúss­neskra emb­ætt­is­manna.

Í gær kvaðst Trump engar áhyggjur hafa af slíkri rannsókn. „Ítar­leg rann­sókn mun staðfesta það sem við vit­um nú þegar. Það var ekk­ert leyni­makk í gangi á milli fólks­ins sem starfaði við kosn­inga­bar­átt­una mína og nokk­urs er­lend aðila,“ sagði Trump í yf­ir­lýs­ingu sinni.

Hann virtist hins vegar ekki jafnsáttur í morgun, þegar hann líkti málinu við nornaveiðar, en Reuters-fréttastofan greindi frá því í dag að Michael Flynn og aðrir ráðgjaf­ar Trump hefðu í að minnsta kosti 18 skipti átt í sam­skipt­um við rúss­neska emb­ætt­is­menn og ein­stak­linga sem tengd­ir eru ráðamönn­um í Kreml áður en Trump tók við embætti for­seta. 

„Hvað með allar ólöglegu aðgerðirnar sem áttu sér stað í framboði Clinton og hjá Obama stjórninni?“ sagði Trump á Twitter. „Það var aldrei skipað sérstakt ráð vegna þess!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert