Fundur Trump og arabaleiðtoga „sýning“

Rouhani brosir er hann heldur ræðu í Tehran á laugardag.
Rouhani brosir er hann heldur ræðu í Tehran á laugardag. AFP

Fundur Donald Trump Bandaríkjaforseta með arabaleiðtogum í Sádi-Arabíu um helgina var „sýning“. Þetta segir Hassan Rouhani, nýendurkjörinn forseti Íran. „Samkoman í Sádi-Arabíu var bara sýning, með ekkert hagnýtt eða pólitískt gildi,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í dag.

„Þú getur ekki leyst hryðjuverkaógnina með því að gefa ofurveldi peninga þjóðar þinnar,“ bætti Rouhani við og vísaði þar til milljarðasamninga Trump við stjórnvöld í Sádi-Arabíu.

Rouhani sagði sigur sinn í forsetakosningunum, þar sem harðlínumaðurinn Ebrahim Raisi laut í lægra haldi, senda umheiminum þau skilaboð að stjórnvöld í Tehran væru tilbúin til að eiga í samskiptum.

„Við vildum segja heiminum að við séum tilbúin til að eiga í samskiptum á grundvelli gagnkvæmrar virðingar og sameiginlegra hagsmuna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert