Comey lak minnispunktunum sjálfur

Comey vonaðist til að leki minnispunktanna myndi leiða til skipunar …
Comey vonaðist til að leki minnispunktanna myndi leiða til skipunar sérstaks rannsóknaraðila. Það varð raunin. AFP

James Comey viðurkenndi það fyrir rannsóknarnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings fyrr í dag að hann hefði sjálfur lekið minnispunktum sínum af fundunum með Donald Trump í þeirri von um að það myndi leiða til skipunar sérstaks saksóknara til að leiða rannsókn á afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum.

Comey mun hafa beðið vin sinn, prófessor við lagadeild Columbia Háskóla, að deila minnispunktunum með blaðamanni New York Times, sem birti svo grein skrifaða upp úr punktunum þann 16. maí síðastliðinn.

„Ég deildi minnisblöðunum ekki sjálfur af ýmsum ástæðum. Ég bað vin minn um að gera það fyrir mig því ég hélt að það gæti þrýst á að skipaður yrði sérstakur rannsóknaraðili til að rannsaka framgöngu embættismanna í kosningabaráttu Trump, hugsanlegt samsæri með rússneskum ráðamönnum og afskipti Rússa af kosningum árið 2016.

Daginn eftir að New York Times birti greinina upp úr minnispunktunum var Robert Mueller, fyrrverandi yfirmaður FBI, skipaður sérstakur ráðgjafi til að hafa yfirumsjón með rannsókn á afskiptum Rússa af kosningunum.

Hér er hægt að fylgjast beint með fundinum:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert