May áfram forsætisráðherra Bretlands

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, flytur ávarp sitt fyrir framan Downingstræti ...
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, flytur ávarp sitt fyrir framan Downingstræti 10. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst gegna embættinu áfram í ríkisstjórn Íhaldsflokks hennar með stuðningi Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) á Norður-Írlandi. Þetta tilkynnti hún í dag fyrir utan skrifstofu sína í Downingstræti 10 í London eftir að hafa gengið á fund Elísabetar Bretadrottningar og fengið umboð til stjórnarmyndunar.

May sagði ennfremur að nýja ríkisstjórnin myndi tryggja þann stöðugleika sem nauðsynlegur og halda áfram vinnu við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Formlegar viðræður um útgönguna við fulltrúa sambandsins hefst eftir tíu daga. May sagði að áfram yrði unnið að því að uppfylla vilja breskra kjósenda í þjóðaratkvæðinu á síðasta ári.

Forsætisráðherrann sagði ennfremur að nýja stjórnin myndi leggja áherslu á að tryggja öryggi Breta í kjölfar hryðjuverkanna í Manchester og London í aðdraganda kosninganna. Brugðist yrði við íslamisma í Bretlandi og þeim sem aðhylltust þá hugmyndafræði. Lögreglu og leyniþjónustu yrðu veitt nauðsynleg verkfæri til að tryggja öryggi.

Ríkisstjórnin myndi ennfremur leggja áherslu á sanngirni og að tryggja öllum tækifæri í verkum sínum og byggja upp samfélag þar sem enginn væri skilinn útundan. Samfélag þar sem hagsæld ríkti og allir fengju hlutdeild í. Sagði May að Íhaldsflokkurinn hefði fullt umboð til þess að mynda nýja ríkisstjórn eftir að hafa fengið flest þingsæti.

Lagði May ennfremur áherslu á að Íhaldsflokkurinn hefði lengi átt gott samstarf við Lýðræðislega sambandsflokkinn. Fyrir vikið hefði hún fulla trú á að flokkarnir gætu áfram unnið saman í þágu Bretlands. Markmiðið væri að tryggja hagstæða lendingu í viðræðum við Evrópusambandið. Bretar hefðu kosið það í þjóðaratkvæðinu og það yrði gert.

Erindi sínu fyrir framan Downingsstræti lauk forsætisráðherrann síðan á orðunum: „Hefjumst nú handa.“

Theresa May og eiginmaður hennar Philip.
Theresa May og eiginmaður hennar Philip. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
BMW F650CS + nýr jakki, buxur og hjálmur
BMW F650 CS ferðahjól til sölu. Ekið aðeins 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir....
Eimskip - 100 ára saga félagsins
Ónotað eintak á 5000 kr. Bókin var gefin út í tilefni af aldarafmæli Eimskipafél...
fjórir flottir íslenskir mokka stálstólar til sölu
er með fjóra stálstóla mokka gæða stóla á 8,500 kr stykki sími 869-2798...
 
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...