Richard Hammond í alvarlegu slysi

Richard Hammond komst sjálfur út úr bílnum, en var fluttur …
Richard Hammond komst sjálfur út úr bílnum, en var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Mynd/Grand Tour

Richard Hammond, fyrrverandi stjórnandi í þættinum Top Gear og núverandi stjórnandi í þættinum Grand Tour, var fluttur á sjúkrahús með þyrlu í dag eftir að hann lenti í bílslysi meðan á tökum stóð í Sviss. 

Richard Hammond.
Richard Hammond. Mynd/Wikipedia

Hammond, sem er 47 ára gamall, var í æfingaakstri fyrir keppni sem átti að fara fram milli rafmagnsbíla. 

Samkvæmt yfirlýsingu frá framleiðendum þáttarins komst Hammond sjálfur út úr bílnum áður en það kviknaði í bílnum. Meðstjórnandi Hammond, Jeremy Clarkson, tísti nokkru síðar að bílslysið hefði verið það skelfilegasta sem hann hefði séð. Hammond er talinn hafa fótbrotnað í slysinu. 

Hammond ók á Rimac Concept One rafmagnsbíl, en hann er framleiddur í Króatíu. Enginn annar slasaðist í slysinu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert