Elísabet stappar stálinu í landsmenn

Elísabet Bretadrottning heimsótti sjálfboðaliða og íbúa í gær.
Elísabet Bretadrottning heimsótti sjálfboðaliða og íbúa í gær. AFP

Elísabet Bretadrottning segir að breska þjóðin sé að ganga í gegnum erfiða tíma í kjölfar  þeirra árása sem hafa orðið á undanförnum vikum í Lundúnum og í Manchester og eldsvoðans mikla sem kviknaði í Grenfell-háhýsinu í vikunni.

Þetta kemur fram í afmælisávarpi Bretlandsdrottningar, sem kemur í kjölfar fjölmennra mótmæla í gær vegna eldsvoðans mikla sem kviknaði í háhýsinu með þeim afleiðingum að minnst 30 létust. Þetta kemur fram á vef BBC.

„Þegar á reynir, þá hefur Bretland verið staðfast í mótlæti,“ sagði drottningin.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fékk óblíðar móttökur þegar hún heimsótti svæðið í Kensington í vesturhluta Lundúna í gær. Hún hét því hins vegar að málið yrði rannsakað í þaula. Hún hefur hins vegar verið harðlega gagnrýndi fyrir það hvernig hún brást við eldsvoðanum. 

Rannsóknin á brunanum í Grenfell-fjölbýlishúsinu er í fullum gangi.
Rannsóknin á brunanum í Grenfell-fjölbýlishúsinu er í fullum gangi. AFP

Bretadrottning og hertoginn af Cambridge heimsóttu í gær sjálfboðaliða, íbúa og talsmenn hverfisins í íþróttamiðstöðinni í Westway. 

„Í dag er hefðbundinn dagur til að fagna. Í ár er hins vegar mjög erfitt að líta fram hjá þungu hugarástandi þjóðarinnar,“ sagði Elísabet í ávarp sínu í dag. 

„Þegar ég heimsótti Manchester og London nýverið, þá fann ég sterkt fyrir tilhneigingu fólks til að hughreysta eða bjóða þeim stuðning sem þurfa nauðsynlega á aðstoð að halda,“ sagði hún ennfremur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
Ford Transit árg. 2008 til sölu. Allar
Ford Transit árg. 2008 til sölu. Allar upplýsingar í síma 841 9208 og 845 4150....
Til sölu Man
Til sölu Man 26-440 árg 2012, ekin 300.000 km. Bíll í topp standi. Hjólabil 51...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...