„Allt brann á augabragði“

Enn hafa slökkviliðsmen ekki náð að ráða niðurlögum eldsins.
Enn hafa slökkviliðsmen ekki náð að ráða niðurlögum eldsins. AFP

Að minnsta kosti 61 hefur látið lífið og 60 manns eru alvarlega slasaðir af völdum skógar­eldanna í Portúgal. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka því slökkviliðsmenn hafa enn ekki ráðið niðurlögum eldsins og er margra saknað. Skógareldarnir eru þeir mann­skæðustu í landinu í manna minn­um. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu.

„Núna er í forgangi að bjarga því fólki sem er enn í hættu,“ sagði Ant­onio Costa, for­sæt­is­ráðherra Portú­gals. Fjölmargir hafa flúið heimili sín og þeim hefur verið komið í skjól í næsta bæjarfélagi, sem er Ansiao.

Að minnsta kosti 1.600 slökkviliðsmenn eru að störfum, 400 slökkvitæki og 18 flugvélar eru notaðar til að hefta útbreiðslu skógareldanna, segir í frétt BBC

Eldurinn kviknaði líklega út frá eldingu sem laust niður í tré í Pedrogao Grande í miðhluta Portú­gals. Eldurinn var fljótur að breiðast út enda mikill hiti og gróðurinn þurr. 

Eldarnir voru alls 156 talsins og enn eru 11 þeirra logandi og berjast slökkviliðsmenn helst við fimm þeirra. Flestir hafa látist í einum þeirra. Fimm af þeim sem eru alvarlega slasaðir eru eitt barn og fjórir slökkviliðsmenn.

Að minnsta kosti 1.600 slökkviliðsmenn eru að störfum, 400 slökkvitæki ...
Að minnsta kosti 1.600 slökkviliðsmenn eru að störfum, 400 slökkvitæki og 18 flugvélar eru notuð til að hefta útbreiðslu skógareldanna. AFP

 

Gat ekki bjargað 4 ára dóttur sinni 

„Allt brann á augabragði vegna öflugs vinds á svæðinu. Eldtungurnar náðu innan við tvo eða þrjá kílómetra frá húsinu mínu,“ segir hin 62 ára gamla Isabel Ferreira, íbúi á svæðinu. Hún kvaðst þekkja nokkra þeirra sem létust í skógareldunum. „Ein samstarfskona mín missti móður sína og fjögurra ára gamla dóttur sem hún gat ekki bjargað út úr bílnum sínum,“ segir Ferreira.  

18 af þeim sem létust voru fastir inni í bíl þegar eldurinn barst með ógnarhraða yfir veginn milli Igueiro dos Vinhos og Castanheira de Pera. „Það er erfitt að segja hvort fólkið hafi verið að flýja eldinn eða hvort eldsvoðinn hafi birst fyrirvaralaust á svæðinu,“ segir Jorge Gomes, innanríkisráðherra Portúgals. 

Alþjóðasamfélagið hefur brugðist við og boðið fram aðstoð sína. Yfirvöld á Spáni hafa þegar lánað tvær flugvélar útbúnar vatnstönkum og Frakkar hafa boðið fram þrjár sérútbúnar þyrlur. Þá hefur Evrópusambandið sagt að það muni lána flugvél sem nýtist í slökkvistarfið. 

Fjölmargir brunnu inni í bílum sínum.
Fjölmargir brunnu inni í bílum sínum. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Dúskar með smellu Þvottabjörn
Til sölu mjög fallegir dúskar ekta þvottabjarnaskinn eru með smellu verð 1800kr ...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6...
 
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...