Pandahúnninn dafnar vel í dýragarðinum

Pandan Shin Shin og litli húnninn hennar, sem fæddist fyrir viku síðan í Ueno-dýragarðinum í Tókýó, hafa verið afar áberandi í japönskum fjölmiðlum.

Það kemur ekki á óvart enda er húnninn sá fyrsti sem fæðist í dýragarðinum í fimm ár.

Starfsmenn dýragarðsins segja að húnninn sé við góða heilsu og vegur hann um 100 grömm.

Pandan Shin Shin er 11 ára gömul og í febrúar varð hún þunguð eftir ástarfund með Ri Ri í dýragarðinum.

Shin Shin eignaðist annan hún árið 2012 og var það í fyrsta skipti í 24 ár sem panda fæddist í dýragarðinum. Húnninn lifði þó aðeins í sex daga og var það lungnabólga sem dró hann til dauða.

Litli húnninn í fanginu á Shin Shin.
Litli húnninn í fanginu á Shin Shin. AFP
Shin Shin ásamt litla húninum sínum.
Shin Shin ásamt litla húninum sínum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert