Pandahúnn fékk bréfin til að hækka

Pandan Shin Shin eignaðist hún á dögunum.
Pandan Shin Shin eignaðist hún á dögunum. AFP

Ueno dýragarðurinn í Tókýó greindi frá því í morgun að pandabjörninn Shin Shin væri orðin léttari og hafi fætt að minnsta kosti einn hún. Þetta er fyrsti pandahúnn til þess að fæðast í garðinum í fimm ár.

Fæðingin hefur ekki aðeins haft jákvæð áhrif á stöðu pandabjarna í heiminum heldur einnig á fyrirtæki í nágrenni við dýragarðinn.

Veitingahúsakeðjurnar Totenko og Seiyoken eru báðar með útibú skammt frá dýragarðinum. Hlutabréf í Totenko hækkuðu um allt að 38%  og stóðu 6,7% hærri í lok dags. Hlutabréf Seiyoken hækkuðu mest um 11,3% í dag og var hækkunin alls 6,5% í lok dags.

CNN segir frá. 

Reyndar hafa hlutabréf fyrirtækjanna tveggja verið á uppleið allt frá því að fregnir bárust af því í febrúar að til stæði að Shin Shin og karlpandan Ri Ri myndu makast. Hlutabréf Totenko hafa hækkað um 30% síðan þá og Seiyoken um 21%.

Shin Shin eignaðist hún árið 2012 en hann lést vikugamall. Hún og fyrrnefndur Ri Ri komu til Tókíó árið 2011 en þau eru fædd í Kína. Þeim var tekið gríðarlega vel og voru götur Tókýó skreyttar með myndum af þeim þegar þær komu til borgarinnar.

Ueno dýragarðurinn greiðir því sem nemur 950.000 Bandaríkjadölum eða tæpar 94 milljónir króna á ári fyrir að leigja pöndurnar. Samningurinn var gerður til tíu ára en peningunum er varið í að styðja við verndun villtra dýra í Kína.

En það er ljóst að pöndurnar hafa jákvæð áhrif á japanskan ferðamannaiðnað. CNN vitnar í eina greiningu þar sem segir að áhrif nýju pöndunnar á efnahag landsins gæti orðið allt að 26,7 milljarðar jena eða því sem nemur 24 milljörðum íslenskra króna.

Hægt er að sjá hún Shin Shin koma í heiminn á myndbandinu hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK