Trump og Pútín hittast í fyrsta sinn

Donald Trump og Vladimir Pútín hittust í fyrsta sinn í …
Donald Trump og Vladimir Pútín hittust í fyrsta sinn í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti mættust augliti til auglitis í fyrsta sinn þegar þeir tókust í hendur á G20-leiðtogafundinum í Hamborg í Þýskalandi í dag.

Þeir munu funda seinna í dag og segjast vilja græða sárin í samskiptum stórveldanna tveggja sem stafa meðal annars af meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna. 

„Við erum öll meðvituð um áskoranirnar sem heimurinn stendur frammi fyrir,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í opnunarræðu sinni. Loftslagsbreytingar og milliríkjaverslun verða helstu málefni fundarins. Mikil mótmæli hafa verið í Hamborg vegna fundarins og slösuðust t.a.m. 76 lögregluþjónar í átökum við mótmælendur „Velkomin til helvítis“-mótmælagöngunnar.

AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert