Pandan Huan Huan á von á tvíburum

Starfs­menn franska dýrag­arðsins Beu­val  voru í skýjunum í dag þegar þeir komust að því ólétta pandan þeirra, Huan Huan, ætti ekki aðeins von á einum húni, heldur tveimur.

Í síðustu viku bárust þau tíðindi að Huan Huan ætti von á afkvæmi 4. eða 5. ágúst, starfsmönnum og fleirum til mikillar gleði. 

Delphine Delord, samskiptastjóri dýragarðsins, segir að ástandið gæti orðið „viðkvæmt“ þegar húnarnir koma í heiminn, þar sem mæður eru þekktar fyrir að yfirgefa annan húninn í þessum aðstæðum. „Við erum að gera allt sem hægt er til að tryggja að þetta fari vel,“ sagði hún.

Risapandan Huan Huan á von á tvíburum um helgina.
Risapandan Huan Huan á von á tvíburum um helgina. AFP

Húnarnir munu skiptast á að vera í hitakassa á tveggja tíma fresti. Þannig fá þeir báðir að njóta samveru með móður sinni.

Pönd­ur eiga mjög erfitt með að fjölga sér. Auk þess eru þær afar klunna­leg­ar þegar kem­ur að ástaratlot­um og eru karldýr­in ein­stak­lega lag­in við að mis­reikna sig varðandi það hvenær og hvort kven­dýrið hafi áhuga.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert