Segja refsiaðgerðirnar hættulegar

Rússar eru afar ósáttir við refsiaðgerðir Bandaríkjamanna.
Rússar eru afar ósáttir við refsiaðgerðir Bandaríkjamanna. AFP

Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að refsiaðgerðir Bandaríkjamanna gegn landinu séu hættulegar og beri vott um skammsýni.

Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði lög um refsiaðgerðirnar í dag.

Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að aðgerðirnar geti dregið úr stöðugleika í heiminum en Rússland og Bandaríkin beri sérstaka ábyrgð á því að halda þeim stöðugleika.

Þar segir einnig að aðgerðirnar séu „fjandsamlegar“ og að Rússland áskili sér rétt til að svara þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert