Fjórir ákærðir vegna lekamála

Jeff Sessions á blaðamannafundi í dag.
Jeff Sessions á blaðamannafundi í dag. AFP

Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að fjórir hafi verið ákærðir vegna leka á trúnaðarupplýsingum ríkisins. Hann sakar hina grunuðu um að ýmist dreift trúnaðarupplýsingum ríkisins eða leynt samskiptum sínum við leyniþjónustumenn erlendra ríkja. Sessions segir að frá ársbyrjun fjöldi rannsókna á lekamálum þrefaldast.

Donald Trump hefur gagnrýnt Sessions fyrir að taka ekki á lekamálum. Í dag hélt ráðherrann blaðamannafund þar sem hann sagði að engin ríkisstjórn væri starfhæf ef leiðtogar hennar geta ekki rætt frjálslega og í trúnaði við leiðtoga erlendra ríkja. Hann sagði að á síðustu mánuðum hefði það færst í aukanna að trúnaðarupplýsingum væri lekið í fjölmiðla. 

Hann segir því sprengingu hafa orðið í fjölda rannsókna á vegum ráðuneytisins á slíkum trúnaðarbresti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert