Hvarf Kim Wall: Hvað vitum við?

Peter Madsen, til hægri, ræðir við lögreglumann í gærdag.
Peter Madsen, til hægri, ræðir við lögreglumann í gærdag. AFP

Danska lögreglan leitar enn sænskrar blaðakonu sem hvarf í kjölfar kafbátsferðar undan ströndum Danmerkur á fimmtudag. Enginn fannst um borð í kafbátnum Nautilus sem var hífður upp af botni Eyrarsunds á laugardag.

Blaðakonan er þrítug og heitir Kim Wall, en hún hafði verið að vinna að grein um eiganda kafbátsins, hinn 46 ára Peter Madsen, sem fór með henni í kafbátinn á fimmtudag.

Madsen hefur verið ásakaður um manndráp af gáleysi og var í gærdag úrskurðaður í gæsluvarðhald í 24 daga. Hann hefur neitað sök í málinu.

Danska ríkisútvarpið hefur tekið saman í tímalínu allt sem vitað er um atburði undanfarinna daga. Birtist samantektin hér í þýðingu mbl.is:

Fimmtudagur klukkan 19.00: Kafbáturinn leggur frá bryggju á Refshaleøen í prufusiglingu. Um borð eru Madsen og Wall, sem hyggst skrifa grein um kafbátinn og eiganda hans.

Fimmtudagur klukkan 20.30: Yfirvöld í Danmörku fá boð frá skemmtiferðaskipi um að kafbáturinn hafi sést sigla út úr höfn Kaupmannahafnar. Þar á eftir má sjá kafbátinn sigla í kringum Drogden-vitann, suðaustur af Kaupmannahöfn.

Föstudagur klukkan 2.30: Boð berast frá kærasta Wall um að kafbáturinn hafi ekki snúið aftur í höfnina. Snemma að morgni föstudagsins hefst leitin að Nautilus og herðist enn frekar eftir því sem líður á daginn. Óskað er eftir hjálp frá Svíþjóð við leitina.

Ekkert hefur spurst til Wall frá því á fimmtudag.
Ekkert hefur spurst til Wall frá því á fimmtudag. AFP

Föstudagur klukkan 10.30: Til kafbátsins sést við Drogden-vita í Køge-flóa. Danski herinn nær sambandi við Peter Madsen, sem í gegnum slæmt fjarskiptasamband segir að ástæðu löngu siglingarinnar og sambandsleysis megi rekja til „tæknilegra örðugleika“.

Þá segist hann munu reyna að sigla kafbátnum til hafnar. Fyrstu skilaboð hans gefa þá til kynna að þau bæði séu um borð í bátnum, en í ljós kemur síðar meir að hann er aðeins einn um borð.

Föstudagur klukkan 11.00: Madsen stígur frá borði og yfir í vélbát. Aðeins stuttu síðar sekkur Nautilus til botns á um sjö metra dýpi. Sjálfur siglir Madsen til Dragør-hafnar.

Síðar um daginn tilkynnir sænska lögreglan hvarf Wall. Segir í tilkynningunni að hún sé 160 sentimetrar að hæð, 56 kíló, 30 ára, með rauðbrúnt hár og græn augu. Þá sé hún í appelsínugulri blússu með löngum ermum, svarthvítu blómapilsi, nælonsokkabuxum og hvítum tennisskóm.

Föstudagur klukkan 17.44: Kaupmannahafnarlögreglan tilkynnir að Madsen sé ákærður fyrir að hafa myrt Wall. Sjálfur neiti hann sök. Samkvæmt lögreglunni segist hann hafa látið Wall í land við odda Refshaleøen, nálægt veitingastaðnum „Halvandet“, um klukkan 22.30 kvöldið áður.

Lögreglan lýsir um leið eftir vitnum sem geti hafa séð bátinn fara úr höfninni um klukkan 19 eða séð hann koma aftur að Refshaleøen klukkan 22.30. Enn fremur er óskað eftir vitnum sem séð hafi Wall á eyjunni um þetta leyti.

Kafarar eru þá sagðir hafa verið sendir niður að bátnum, en þeir hafi ekki getað komist inn í hann.

Kafbáturinn Nautilus hífður á land.
Kafbáturinn Nautilus hífður á land. AFP

Laugardagur klukkan 10.00: Kaupmannahafnarlögreglan tilkynnir á Twitter að hafist hafi verið handa við að hífa kafbátinn upp af hafsbotni. Á sama tíma er ákæran lesin upp yfir Madsen, en í henni er honum gefið að sök að hafa orðið Wall að bana með ókunnum hætti, einhvern tíma eftir klukkan 19 á fimmtudeginum. Hann lýsir yfir sakleysi sínu.

Laugardagur klukkan 16.45: Peter Madsen er úrskurðaður í varðhald til 5. september.

Laugardagur klukkan 18.50: Lögreglan segir að leit í kafbátnum muni fara fram yfir nóttina og fram á sunnudag. Enn er ekki vitað hvað er um borð í bátnum.

Sunnudagur klukkan 11.30: Engin manneskja fannst á bátnum - hvorki látin né lifandi, segir Jens Møller, sem fer fyrir rannsókn málsins. Útlit er fyrir að bátnum hafi verið sökkt af ásettu ráði. Leit heldur áfram að Kim Wall í og við Eyrarsund.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Dúskar ekta Þvottabjörn og Silfurrefur
Er með mikið úrval af dúskum á húfur með smellum get sent myndir fleiri litir í ...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
Vasahandbók veislustjórans
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...