Tveir í haldi í Hollandi

Sendibíllinn rannsakaður í gærkvöldi.
Sendibíllinn rannsakaður í gærkvöldi. AFP

Hollenska lögreglan hefur handtekið 22 ára gamlan mann í tengslum við rannsókn á fyrirhuguðu hryðjuverki í Rotterdam í gærkvöldi.

Lögreglan aflýsti tónleikum í borginni eftir að hafa fengið ábendingu um mögulega árás frá starfsbræðrum sínum á Spáni. Maðurinn var handtekinn í Brabant í nótt, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Bílstjóri sendibíls, sem var handtekinn í Rotterdam í gær með fullan bíl af gaskútum, er enn í haldi lögreglu. 

Lögreglan með gæslu skammt frá Maassilo.
Lögreglan með gæslu skammt frá Maassilo. AFP

Tónleikar bandarísku hljómsveitarinnar Allah-Las áttu að fara fram í Maassilo-klúbbnum í Rotterdam en nokkru áður lét lögreglan aflýsa þeim vegna hryðjuverkaógnar. 

Um svipað leyti var spænskur bílstjóri handtekinn í borginni í tengslum við málið. Að sögn lögreglu var hann handtekinn vegna ölvunar.

Í viðtali við Guardian í fyrra greindu félagar í Allah-Las frá því að þeir fengju oft hótunarbréf frá múslimum sem væru ósáttir við að þeir notuðu orðið Allah - sem þýðir Guð á arabísku - sem heiti hljómsveitarinnar. Þeir segja nafnið hins vegar þannig tilkomið að þá hafi langað í trúarskírskotun vegna áhrifa frá tónlist hljómsveitarinnar Jesus and Mary Chain.

 

 

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Renault Captur 2015, dísil, sjálfsk. t. sölu
Góður, díesel, sjálfsk., 63 þ.km. Góð s.+ vetrard. 2.290 þ.kr. S. 696 7656, ar...
VW POLO
TIL SÖLU ÞESSI FALLEGI VW POLO COMFORTLINE ÁRGERÐ 2011. BÍLLINN ER MEÐ 1400 VÉL ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
L helgafell 6017101119 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101119 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...